Við erum snjöll, skilvirk, ábyrg og metnaðarfull

Við erum þjónustufyrirtæki í eigu þjóðarinnar og kjarninn í framtíðarsýn okkar er rafvædd framtíð í takt við samfélagið. Við höfum veigamiklu hlutverki að gegna að viðhalda og reka eina af helstu grunnstoðum nútímasamfélags sem felst í flutningskerfi raforku.  Við störfum í umhverfi þar sem kröfur eru sífellt að aukast og tæknin með. Við þurfum að vera tilbúin til að mæta tæknibreytingum sem eru framundan. Það gerum við m.a. með aukinni sjálfvirknivæðingu og stafrænum lausnum. Við treystum grundvöll ákvarðana með sífellt betri innsýn og greiningargetu. Sveigjanleiki notkunar og nýsköpun á raforkumarkaði verða í lykilhlutverki til að gera okkur kleift að mæta áskorunum framtíðarinnar.