Megintilgangur allra rannsókna er að svara spurningum og auka við þekkingu

Markmið okkar með því að stunda rannsókna- og þróunarstarf er að auka þekkingu, jafnt innan fyrirtækisins sem utan. Við viljum kynnast nýjum lausnum til þess að styðja við langtímamarkmið fyrirtækisins varðandi uppbyggingu flutningskerfisins og leggja okkar af mörkum til þess að stuðla að nýliðun innan raforkugeirans.

Hjá okkur eru unnin fjölmörg rannsóknarverkefni. Sum eru stöðugt í gangi, þ.e. ganga ár eftir ár, á meðan önnur eru keyrð í afmarkaðan tíma. 

Rannsóknarstefna Landsnets

Samkvæmt lögum nr. 65/2003, Raforkulögum, ber Landsneti að byggja upp og reka flutningskerfi raforku á Íslandi að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, gæða raforku og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Rannsókna- og þróunarstarfsemi okkar er mikilvægur þáttur í því að uppfylla þessar skyldur.

Áherslur 2020-2021

  • Sinna kerfisrannsóknum sem styðja við áætlanir um framtíðaruppbyggingu flutningskerfisins.
  • Sinna umhverfisrannsóknum sem styðja við undirbúning framkvæmdaverka.
  • Þátttaka í erlendum rannsóknaverkefnum.
  • Stuðningur við nema á BS- og MS-stigi.
  • Miðlun niðurstaðna úr rannsóknaverkefnum.
Rannsóknir eru fólgnar í því að safna saman og meta upplýsingar um ákveðið fyrirbæri. Setja fram rannsóknarspurningu og nálgun. Afla gagna og rýna gögn með krítískum hætti. Rannsóknarvinna. Úrvinnsla. Niðurstaða og birting