Við, fræðslan og ánægjan
„Við viljum skapa eftirsóknarverðan vinnustað þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi starfsfólks er í fyrirrúmi. Vinnustaðamenning okkar er metnaðarfull, framsækin og hvatar eru til að ná árangri og framgangi í starfi. Við erum þekkingarfyrirtæki og vinnum markvisst að því að þekking og fræðsla starfsfólks sé framúrskarandi.“
Mannauðsárið hjá okkur var mjög svo óhefðbundið. Á árinu fengum við til okkar mörg krefjandi verkefni sem kröfðust útsjónarsemi og framkvæmdakrafts. Kórónuveiran litaði öll samskipti innan vinnustaðarins og breytti vinnulagi okkar að mjög miklu leyti.
Ráðningar og starfsmannavelta
Á árinu réðum við inn sjö nýja samstarfsfélaga . Ráðningarnar voru meiri áskorun en venjulega þar sem að þær fóru nánast alfarið fram í gegnum vefviðtöl. Þrátt fyrir fleiri hindranir í ráðningunum gengu verkefnin mjög vel og við erum mjög þakklát fyrir þennan frábæra hóp sem við höfum fengið inn til okkar.
Þrír samstarfsmenn létu af störfum vegna aldurs hjá fyrirtækinu eftir langan starfsferil hjá okkur og viljum við þakka þeim frábær störf.
Fræðsla og þjálfun
Þrátt fyrir breyttar aðstæður á vinnustaðnum lögðum við upp með að stunda áfram reglubundna fræðslu hjá okkur. Á árinu var ákveðið að leggja upp úr heilsufarsmiðaðri fræðslu fyrir allt starfsfólk okkar. Áhersla var lögð á grunnstoðir velferðar og fékk starfsfólk fræðslu um m.a. samskipti, geðheilsu, markmiðasetningu, svefn, streitu og álag ásamt heilsutengdum fréttapistlum frá mannauð.
Á sama tíma lögðum við lokahönd á þróun stjórnendaþjálfunar Landsnetsskólans, 100 klukkustunda nám sem mun taka 3–4 annir. Námið byggir á sjö þátta líkani okkar fyrir lykilfærniþætti stjórnenda hjá Landsneti. Þjálfunin hófst í desember og hefur fengið góðar viðtökur. Samhliða þessu tók Landsnetsskólinn þátt í skipulagningu þjálfunar innanhúss og er nú að vinna verkefni með stjórnstöðinni í tengslum við bætta þjálfun í herminum okkar þar sem aukin áhersla er lögð á mannlega þáttinn í truflanarekstri.
Jafnréttismál og jafnlaunavottun
Jafnréttismál eru mikilvæg í okkar huga og áhersla er lögð á fjölbreyttan vinnustað. Við ráðningu er ávallt tekið mið af hæfni umsækjenda og er leitast við að jafna kynjahlutfall, hvort sem það er innan sviða, eininga eða starfsflokka. Áhersla er á að starfsfólki líði vel í vinnunni og að gætt sé að jafnvægi milli vinnu og einkalífs með því að stuðla að sveigjanleika í starfi. Á árinu var jafnréttisnefnd stofnuð en hlutverk hennar er að hafa eftirlit með jafnréttisáætlun fyrirtækisins og að standa fyrir fræðslu um jafnréttismál, veita stuðning við verkefni jafnréttisáætlunarinnar í samvinnu við mannauðsstjóra og kynna niðurstöður jafnréttismála. Á vormánuðum fengum við jafnlaunakerfið okkar vottað. Við vottunina var kynbundinn launamunur við úttekt 0,9 körlum í vil.
Jafnréttismál og jafnlaunavottun
Jafnréttismál eru mikilvæg í okkar huga og áhersla er lögð á fjölbreyttan vinnustað. Við ráðningu er ávallt tekið mið af hæfni umsækjenda og er leitast við að jafna kynjahlutfall, hvort sem það er innan sviða, eininga eða starfsflokka. Áhersla er á að starfsfólki líði vel í vinnunni og að gætt sé að jafnvægi milli vinnu og einkalífs með því að stuðla að sveigjanleika í starfi. Á árinu var jafnréttisnefnd stofnuð en hlutverk hennar er að hafa eftirlit með jafnréttisáætlun fyrirtækisins og að standa fyrir fræðslu um jafnréttismál, veita stuðning við verkefni jafnréttisáætlunarinnar í samvinnu við mannauðsstjóra og kynna niðurstöður jafnréttismála. Á vormánuðum fengum við jafnlaunakerfið okkar vottað. Við vottunina var kynbundinn launamunur við úttekt 0,9 körlum í vil.
Miðgildi allra launa/laun forsjóra
Kynbundinn launamunur
Karlar
1.028
Konur
1
Konur
1.009
Karlar
1
Vinnustaðagreining og aðrar mælingar
Árlega vinnustaðagreiningin fór fram og það gladdi okkur að sjá hve vel vinnustaðurinn stóð í miðjum faraldrinum. Niðurstöðurnar breyttust ekki að markverðu leyti milli ára. Helgun og tryggð er sterk hjá okkur og starfsánægja er yfir gagnabanka Gallup sem styður okkar vegferð í því að vera eftirsóknarverður vinnustaður.
Til viðbótar var lögð fyrir könnun um líðan starfsfólks í heimavinnu. Heilt yfir komu niðurstöður vel út en þó var ljóst að fleiri einstaklingar fundu fyrir einkennum streitu og kvíða. Í samráði við stjórnendur var farið í aðgerðir til að auka stuðning við starfsfólk í heimavinnu.
Hlúð að gleðinni
Vegna aukinnar fjarlægðar starfsfólks hvert frá öðru og einangrunar var lagt upp með að gera eitthvað jákvætt til að sýna þakklæti og hvetja okkar fólk. Á tímabilinu sendum við út þakklætisvott til starfsmanna og drógum heppið starfsfólk út í leik sem fékk hádegismat frá mötuneytinu ekið heim til sín. Einnig var haldin vel heppnuð rafræn jólagleði fyrir vinnustaðinn við góðar undirtektir.
Okkur er fyrst og fremst þakklæti efst í huga þegar við lítum yfir árið. Starfsfólk Landsnets hefur staðið sig vel og sýnt gríðarlega aðlögunarhæfni og þrautseigju á erfiðum tímum. Árangurinn sem náðst hefur hjá okkur hvílir ekki á herðum einstaklinga heldur á heildarframtaki allra á vinnustaðnum. Án góðrar teymisvinnu og sterkra leiðtoga hefðum við ekki komist í gegnum tímabilið með þeim góða árangri sem reyndist og haldið áfram að færa þér spennandi framtíð.
Samskipti
Á tímum heimavinnunnar fórum við að nota Teams-fjarfundakerfið og hefur það umhverfi verið að þróast hjá okkur. Á sama tíma notuðum við Workplace til að deila sögum, myndum og stöðunni hjá okkur. Pistlarnir Landsnetslífið á tímum COVID-19 urðu fjölmargir þar sem við fengum innsýn í lífið hjá hvert öðru og kom að ljós að fjölmargir starfsmanna nýttu tímann í súrdeigsbakstur.
Lykilmælikvarðar
Landsnet hefur skilgreint 5 lykilmælikvarða sem hver og einn tengist loforðum fyrirtækisins til hagsmunaaðila, s.s. viðskiptavina, eigenda, samfélags og starfsfólks. Þessir mælikvarðar eru taldir upp í töflu 1.
Mælikvarði | Markmið | Árangur 2019 | Árangur 2020 |
---|---|---|---|
Afhendingaröryggi | 99,9905% | 99,9831% | 99,9977% |
Ánægja viðskiptavina | 4,2 | 4,0 | 3,9 |
Arðsemi eigin fjár | 8,5% | 7,4% | 6,9% |
Kolefnislosun Umfang 1 | 2.635 | 2.928 | 4.002 |
Helgun starfsfólks | 4,3 | 4,3 | 4,3 |
Slysatíðni (H-gildi) | 0 | 0 | 0 |
Tafla 1: Lykilmælikvarðar Landsnets