Stöðugur rekstur

Ársskýrsla

Helstu niðurstöður ársreikningsins

• Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 59 milljónum USD (7.691,8 millj.kr.) 1samanborið við 46,6 milljónir USD (6.072,7 millj.kr.) árið áður.

• Hagnaður nam 35,6 milljónum USD (4.638,3 millj.kr.) á árinu 2021 samanborið við 27,3 milljónir USD (3.563 millj.kr.) hagnað á árinu 2020.

• Handbært fé í lok árs nam 25,2 milljónum USD og handbært fé frá rekstri nam 64,4 milljónum USD.

• Heildareignir námu 1.020,2 milljónum USD í árslok samanborið við 911,4 milljónir USD 2020.

• Eigið fé nam 470,6 milljónum USD í árslok samanborið við 404,8 milljónir USD 2020.

• Arðsemi eigin fjár, á ársgrundvelli, var 8,1% á árinu 2021 samanborið við 6,9% 2020.

Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, segir ársreikninginn sýna stöðugleika. Landsnet er fjárhagslega sterkt og vel hefur tekist að stýra rekstrinum með hagkvæmum hætti í heimsfaraldrinum undanfarin ár. Fram undan eru miklar fjárfestingar til styrkingar flutningskerfinu og mikilvægt að fyrirtækið sé vel í stakk búið til þess að takast á við framtíðina.

Landsnet leggur áherslu á stöðugan og hagkvæman rekstur. Ársreikningurinn sýnir að vel tókst til og að rekstur ársins gekk samkvæmt áætlunum. Það er afar ánægjulegt í ljósi þess að annað árið í röð fóru saman miklar framkvæmdir og heimsfaraldur sem skapaði krefjandi aðstæður í daglegum rekstri fyrirtækisins. Byggðalínan er orðin 50 ára og komin að þolmörkum. Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljótsdalsvirkjunar, var tekin í rekstur á árinu og var það stór áfangi í uppbyggingu nýrrar kynslóðar byggðalínu. Við höfum nú þegar hafið undirbúning áframhaldandi uppbyggingar á Norður- og Vesturlandi. Það er mikil fjárfestingarþörf á komandi árum því styrking flutningskerfis raforku er lykilatriði í orkuskiptunum. Fjárhagslegur styrkur Landsnets er mikilvægur sem og stöðugleiki í lagaumhverfinu og stuðla þessir þættir, ásamt hagkvæmum rekstri, að trausti lánveitenda til fyrirtækisins. Um mitt ár 2021 var skrifað undir lánasamning við Norræna fjárfestingabankann að fjárhæð 50 milljónir USD. Eins naut fyrirtækið aðgengis að lánsfjármögnun hjá Landsbankanum á árinu.

Efnahagsreikningur og sjóðstreymi

Heildareignir félagsins í árslok námu 1.020,2 milljónum USD samanborið við 911,4 milljónir USD í lok árs 2020.

Handbært fé í lok árs nam 25,2 milljónum USD. Handbært fé frá rekstri nam 64,4 milljónum USD á árinu.

Heildarskuldir námu í árslok 549,6 milljónum USD samanborið við 506,6 milljónir USD í lok árs 2020.

Eiginfjárhlutfall í árslok var 46,1% samanborið við 44,4% árið áður.

Í samræmi við heimild í alþjóðlegum reikningsskilastaðli voru línur og tengivirki félagsins endurmetin í lok árs 2021 og nam endurmatið 51 milljón USD.

Árið 2021 var eitt af stærstu fjárfestingaárum í rekstri félagsins og námu framkvæmdir ársins um 89 milljónum USD, sem var að mestu í samræmi við áætlanir félagsins. Stærstu verkefni ársins voru bygging Kröflulínu, sem var tekin í rekstur á árinu 2021, og Hólasandslínu sem er í byggingu en fyrirhugað er að taka í rekstur á árinu 2022. Liggja þessar línur frá Fljótsdalsstöð til Akureyrar. Einnig voru tekin í rekstur flutningsvirki sem tengjast spennuhækkun á Austfjörðum og tengingu Sauðárkróks og Varmahlíðar.

Þá var í júní gengið frá fjármögnun verkefna við Norræna fjárfestingabankann að fjárhæð 50 milljónir USD.

Greiddur arður á árinu 2021 vegna afkomu 2020 var 13,8 milljónir USD.

Lykiltölur

Lykiltölur (fjárhæðir í þúsundum USD).20172018201920202021

Úttekt (GWh)

18.285

18.855

18.540

18.105

18.346

Töp (GWh)373398
370
353388
Töp sem hlutfall af innmötun2,0%2,1%
2,0%
1,9%2,1%

Rekstrartekjur147.326154.139
140.331
130.470149.750
Fjárfestingahreyfingar74.62734.172
43.889
87.09689.588
Fjárfestingahreyfingar sem hlutfall af rekstrartekjum51%22%
31%
67%60%

Rekstrarhagnaður (EBIT)59.33861.052
50.184
46.57758.995
Rekstrarhagnaður (EBIT) sem hlutfall af rekstrartekjum40,3%39,6%
35,8%
35,7%39,4%
Almennur rekstrarkostnaður *34.67836.911
36.840
33.14037.056
Almennur rekstrarkostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum23,5%23,9%
26,3%
25,4%24,7%
Hagnaður (tap)28.01337.134
28.106
27.32835.575
Hagnaður (tap) sem hlutfall af rekstrartekjum19,0%24,1%
20,0%
20,9%23,8%

Eignir851.302846.332
851.707
911.4381.020.176
Eigið fé336.964370.303
391.311404.848470.558
Skuldir514.338476.029
460.996
506.590549.618

Arðsemi meðalstöðu eiginfjár8,7%10,5%
7,4%
6,9%8,1%
Eiginfjárhlutfall39,6%43,8%
45,9%
44,4%46,1%

Lengd loftlína í rekstri3.0983.099
3.099
3.0883.199
Lengd jarð- og sæstrengja í rekstri245234
260
270327

Stöðugildi í árslok120120
135
137141
 * Almennur rekstrarkostnaður = Rekstrargjöld - Afskriftir - Kerfisþjónusta og töp

Horfur í rekstri

Áætlanir félagsins fyrir árið 2022 gera ráð fyrir 26,1 milljónar USD hagnaði af rekstri félagsins. Í tekjuáætlun er byggt á þeim magn- og verðbreytingum sem félagið hafði vitneskju um við gerð áætlunarinnar. Hugsanlegar skerðingar framleiðenda gætu haft áhrif á tekjur ársins. Kostnaðaráætlun er byggð á raunkostnaði við rekstur félagsins að teknu tilliti til þeirra viðmiða sem ákvörðun tekjumarka felur í sér. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að framkvæmdir nemi a.m.k. 57,2 milljónum USD á árinu. Fjármögnun verkefna er í undirbúningi og telur félagið sig hafa gott aðgengi að lánamörkuðum.