Kerfisáætlun 2018 til 2027

Opið umsagnarferli fyrir hagaðila og almenning

Frestur til að skila inn athugasemdum til 15. júlí 2018

Landsnet hefur sett í opið umsagnarferli tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi. Umsagnarferlið, sem stendur til 15. júlí, er tækifæri fyrir hagaðila og almenning að koma að innihaldi kerfisáætlunar og eru allir hvattir til að kynna sér innihald hennar og koma sínum umsögnum á framfæri.

Áætlunin er sú tólfta sem lögð hefur verið fram frá stofnun Landsnets og gildir hún fyrir tímabilið 2018-2027. Hún skiptist í tvo meginhluta, langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins og þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 2019-2021. Með kerfisáætluninni var unnið mat á umhverfisáhrifum hennar og er það birt í meðfylgjandi umhverfisskýrslu.

Á fyrri hluta umsagnartímans verða haldnir opnir kynningarfundir um efni áætlunarinnar í Reykjavík, á Egilstöðum, Akureyri, Ísafirði og á Hellu þar sem farið verður yfir innihald áætlunarinnar.

  • Egilsstaðir 12. júní á Icelandair Hotel Hérað, frá klukkan 15:00 til 17:00
  • Akureyri 13. júní á Hótel KEA, frá klukkan 15:00 til 17:00
  • Ísafjörður 19. júní á Hótel Ísafirði, frá klukkan 14:00 til 16:00
  • Hellu 26. júní á Stracta Hotel, frá klukkan 12:00 til 14:00

Ábendingar og athugasemdir við kerfisáætlun og um umhverfisskýrsluna skal senda til Landsnets á netfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við kerfisáætlun 2018-2027.

Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 15. júlí 2018.

Það er von Landsnets að flestir kynni sér efni kerfisáætlunar og umhverfisskýrslu.

Fylgigögn - Veggspjöld á kynningarfundunum:

Gjaldskrá þróun

Hagsmunaráð

Landsnet á samfélagsmiðlum

Langtímaáætlun

Samráð

Umhverfisáætlun

Þjóðhagsleg arðsemi

Framkvæmdaáætlun

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?