Forgangsröðun framkvæmda í flutningskerfinu er með mikilvægari verkefnum okkar sem krefst heildstæðrar sýnar á framtíðarþarfir samfélagsins til flutningskerfisins og öryggis kerfisins.

Þörfin á forgangsröðun stafar helst af eðlilegum takmörkunum á fjárfestingargetu fyrirtækisins. Okkur ber skylda til að reka hagkvæmt flutningskerfi og leitast til að halda í samkeppnishæfni á alþjóðavísu.

Það felur í sér hagstæð flutningsgjöld en einnig uppbyggingu til móts við þarfir landsmanna til framtíðar og ber að hafa bæði þessi sjónarmið í huga við forgangsröðun verkefna.

Markmið

Tenging nýrrar framleiðslu

Það er eitt mikilvægasta framlag okkar til að draga úr líkum á orkuskorti og tryggja afhendingaröryggi.

Létta á flutningstakmörkunum

Með því stuðlum við að aukinni nýtingu virkjana og bættri afkastagetu flutningskerfisins.

Orkuskipti í samfélaginu og okkar hlutverk

Aukum sveigjanleika og tengingum þar sem þörfin er að aukast hratt.

Rekstrar- og afhendingaröryggi

Verkefni sem miða að útjöfnun launafls í flutningskerfinu eru að aukast hjá Landsnet.

Fylgja stefnu stjórnvalda

Forgangsröðun framkvæmda í flutningskerfinu tekur mið af stefnumörkun stjórnvalda og þeim  áherslum sem lagðar eru um þróun raforkukerfisins.

Mælikvarðar

Ný aðferðafræði við mat á uppfyllingu markmiða raforkulaga í kerfisáætlun Landsnets
Fylgiskjal með Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029

Meira er fjallað um forgangsröðun í kafla 9 í langtímaáætlun.