Öryggi er mjög fjölþætt hugtak sem snertir allan rekstur Landsnets, frá því að tryggja að það verði engin slys á fólki og yfir í vernd gegn netárásum á okkar stafrænu kerfi. Það sem snertir kerfisáætlun beint eru eftirfarandi flokkar.

Orkuöryggi

Horfir til þess að það sé til nægt framboð á  raforku fyrir þarfir samfélagsins til lengri og skemmri tíma og að því að flutningskerfið takmarki ekki aðgengi að þessari orku. Betur er farið yfir þetta í skýrslu Landsnets Kerfisjöfnuður.

Er nóg til? Kerfisjöfnuður 2024-2028

Horfur á stöðu afl- og orkujöfnuðar raforkukerfisins 2024-2028.

Sem að snýst um að rafmagnið skil sér án truflunar til notenda. Afhendingaröryggi er misskipt eftir landshlutum. Liður í því að tryggja örygga afhendingu út um allt land er tvítenging allra afhendingastaða Landsnets eins og kemur fram í stefnu stjórnvalda.

Afhendingaröryggi

Frammistöðuskýrsla 2024

Öruggt rafmagn, gæði og öryggi til framtíðar er loforð okkar til samfélagsins.

Rekstraröryggi

Það eru margir þættir sem þarf að huga að þegar kemur að rekstraröryggi en í þessari kerfisáætlun er sérstakur fókus settur á launafl, þeir rekstrarörðuleikar sem af því getur skapast og hvernig við ætlum að leysa það. Fjallað er um launafl heildstætt og hvernig áskoranirnar sem það veldur eru ólíkar milli landshluta og þá helst út frá kerfisstyrk. Á svæðum þar sem kerfisstyrkur er lágur skapar launafl spennustöðugleika vandamál. Annarsstaðar þar sem kerfisstyrkur er meiri er spenna í lagi en magnið fer að taka upp mikla rýmd í kerfinu okkar.

„Þegar þið haldið ljósunum logandi í hamförum, haldið þið einnig voninni lifandi“

24.3.2025 00:00:00

Með þessum öflugum orðum lauk Sóley Kaldal, áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur vorfundinum okkar í Hörpu þann 5. mars sl.

Í framhaldinu settust þær Sóley og Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi fyrir framan hljóðnemann í Landsnetshlaðvarpinu og ræddu saman um þjóðaröryggi, rafmagn, viðbúnað og ábyrgð.

Hvað merkir það í raun að halda landinu gangandi, sama hvað dynur á?

Meira er fjallað um öryggi í kafla 7 í langtímaáætlun.