Aðgangur að öruggri raforku er grundvöllur allrar atvinnustarfsemi. Án raforku verður ekki hagvöxtur. Afhendingargeta og afhendingaröryggi eru nauðsynlegar forsendur uppbyggingar atvinnustarfsemi.
Flutningskerfi 20. aldarinnar stendur ekki undir kröfum 21. aldarinnar. Auka þarf afhendingargetu um allt land til að efla atvinnuþróun, sérstaklega í dreifðari byggðum, og bæta þarf afhendingaröryggi til að tryggja að hátæknistarfsemi geti vaxið og dafnað.
Hvers virði er það að styrkja flutningskerfi raforku?
Það er grundvallaratriði fyrir lífsgæði og starfsemi allra fyrirtækja að fjárfesta í sterkara flutningskerfi raforku. Mat Landsnets getur til kynna að fjárfestingar sem endast í 40-70 ár muni borga sig upp á 4-13 árum.
Viðskiptavinir Landsnets skiptast í tvo hópa. Almennir notendur fá raforku afhenta í gegnum milliliði sem eru staðbundnar dreifiveitur og greiða fyrir flutning í krónum. Stórnotendur fá raforku afhenda beint frá flutningskerfinu og greiða í dollurum.
Hvaða áhrif mun styrking flutningskerfis hafa á flutningskostnað raforku?
Styrking flutningskerfis raforku hefur ólík áhrif á þessa tvo hópa en gera má ráð fyrir að gjaldskrá beggja notendahópa muni lækka að raunvirði á næstu árum.