Opin útboð eru yfirleitt auglýst í dagblöðum en öll opin útboð eru auglýst á Útboðsvefur.is

Útboð Landsnets er framkvæmd í gegnum útboðskerfi okkar, Intend.

Niðurstöður útboða eru sendar út í hverju útboði fyrir sig og er hægt að nálgast niðurstöður útboða þar undir. 

Rafrænt útboð

Öll útboð Landsnets eru framkvæmd með rafrænum hætti. Landsnet notar veflægt útboðskerfi þar sem áhugasamir aðilar geta nálgast útboðsgögn, sent fyrirspurnir og skilað tilboðum. 

Viðmót útboðskerfisins er á íslensku, ensku og pólsku. Skráning í kerfið er nauðsynleg til þess að hægt sé að nálgast gögn og taka þátt í útboðum.