Hvað er áhættustjórnun?
Tilgangur áhættustjórnunar er að styðja við grunnhlutverk Landsnets sem er að flytja raforku á samfelldan, hnökralausan, öruggan og hagkvæman hátt. Við höfum öryggi starfsmanna okkar, samstarfsaðila og viðskiptavina að leiðarljósi og leggjum ríka áherslu á að tryggja sem best öryggi í rekstri, uppbyggingu og við kerfisstjórn á raforkuflutningskerfi Íslands.
Það er einnig lykilatriði að fjárhagsleg staða fyrirtækisins sé ávallt traust og að grunnhlutverk þess sé rækt í sem mestri sátt við umhverfi og samfélag.
Framkvæmd áhættustjórnunar tekur mið af meginreglum og leiðbeiningum alþjóðlegra staðla og ábyrgðaskipting fellur að innra eftirliti og skipulagi þess. Sérstök áhersla er lögð á að áhættustjórnun sé hluti af menningu fyrirtækisins, starfsmenn fyrirtækisins þekki fyrirkomulag áhættustjórnunar og vinni samkvæmt því.c
Hvers vegna skiptir hún máli fyrir Landsnet?
Áhættunálgun félagsins mótast ekki síst af því að það sinnir grunnþjónustu í samfélaginu og tekur þar af leiðandi litla eða hófsama áhættu. Því er bæði áhættuvilji (e. risk appetite) og áhættuþol (e. risk tolerance) félagsins lágt.
Þá er það markmið áhættustjórnunar að tryggja samfelldan rekstur við hverjar þær aðstæður sem upp kunna að koma og stefna að ásættanlegri afkomu á hverjum tíma með tilliti til undirliggjandi áhættuþátta í rekstrinum.
Áhættusnið Landsnets
Félagið hefur gert áhættumat á rekstri þess. Í þeirri vinnu var áhættusniði Landsnets skiptast í fjóra flokka:
Rekstraráhætta
Áhættur sem geta truflað samfelldan rekstur raforkuflutnings til viðskiptavina.
Stjórnunaráhætta
Áhættur sem kunna að hafa áhrif á stefnu, markmið og innleiðingu góðra stjórnunarhátta.
Fjárhagsáhætta
Áhættur sem kunna að hafa áhrif á fjáreignir, sjóðstreymi og framboð fjármagns.
Váhætta
Áhættur sem geta ógnað öryggi fólks, umhverfi og verðmætum fyrirtækisins.
Hver flokkur skiptist svo í nokkra undirflokka og eru áhættuviljinn fyrir hvern áhættuflokk skilgreindur sérstaklega.
Markmið og aðgerðir
Í áhættumatinu er markmiðið að greina og auðkenna alla þá áhættuþætti sem geta skapast í starfsemi fyrirtækisins og möguleg áhrif þeirra á starfsemina skoðuð. Ef áhrif þeirra eru utan samþykkts áhættuvilja er nauðsynlegt að fara í aðgerðir til þess að draga úr áhættu.
Í kjölfarið er skipulagðar mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir eða lágmarka áhrif þessara áhættuþátta og fylgjast með þróun þeirra. Áhættan og aðgerðirnar eru síðan endurskoðaðar með reglubundnum hætti.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR