Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna 

Við hjá Landsneti höfum forgangsraðað Heimsmarkmiðunum og leggjum sérstaklega áherslu á sex af markmiðunum í okkar starfsemi.  

Með því að innleiða heimsmarkmiðin í starfsemi okkar aukum við þungann á sjálfbærni og samfélagsábyrgð.  Þannig náum við að ganga saman vegferðina að sjálfbærni með stöðugri eftirfylgni með markmiðum og að hafa áhersluþætti sýnilega í verkefnum. 

Verkefnahópur  á okkar vegum, með tengingu við flesta þætti starfseminnar, vann að greiningu um þau heimsmarkmið sem tengjast starfseminni. Niðurstaðan var sú að leggja megin áherslu á sex heimsmarkmið sem tengjast m.a. markmiðum raforkuflutningsfyrirtækja á Norðurlöndum, þeirri stefnu sem við höfum sett og þeim lögum sem fyrirtækið fylgir.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum. Heimsmarkmiðin eru 17 talsins, undirmarkmiðin eru 169 sem tengjast 232 mælikvörðum.