Framkvæmdin felst í lagningu nýs 66 kV jarðstrengs (ca. 2,4 km) frá Bíldudal meðfram sunnanverðum Bíldudalsvogi að landtaki á Haganesi. Nýr 66 kV sæstrengur (ca. 11,8 km) verður lagður yfir Arnarfjörð fyrir Langanes með landtak við Auðkúlubót eða Hrafnseyri. Að lokum verður svo lagður 66 kV jarðstrengur frá Mjólká og að landtaki sæstrengs við Auðkúlubót eða Hrafnseyri að mestu samhliða þjóðvegi nr. 60 (Vestfjarðavegur milli Mjólkár og Hrafnseyrar) og sett verður upp 3,65 MVAr spóla til útjöfnunar í Mjólká.
Í Mjólká verður bætt við nýjum 66 kV rofareit. Á Bíldudal verður nýtt yfirbyggt 66 kV gaseinagrað tengivirki með þremur rofareitum.
Áætlað er að hefja framkvæmdir 2022 og spennusetning verður í lok árs 2024.