Ný jarðstrengstenging, Neskaupstaðarlína 2, milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar var tekin í rekstur í júní 2021 en jafnhliða voru tengivirkin á Eskifirði og Neskaupstað stækkuð tilsvarandi. Þar með er flutningskerfið tvítengt við Neskaupstað sem áður var einungis tengdur með einni loftlínu.
Neskaupstaðarlína 2 er 17 km langur, 66 kV jarðstrengur milli tengivirkja Landsnets á Eskifirði og Neskaupstað og liggur meðfram vegum og í gegnum Norðfjarðargöng.
Framkvæmdir hófust 2019 og lauk sumarið 2021.