Korpulína 1 var lögð í jarðstreng frá tengivirkinu á Geithálsi að núverandi strengendavirki við Korpu, tæpa 7 km sumarið 2020 og var nýr jarðstrengur spennusettur í desember 2020.
Meginmarkmið verkefnisins voru að tryggja áframhaldandi rekstraröryggi Korpulínu 1 sem er kerfislega mikilvæg fyrir orkufæðingu höfuðborgarsvæðisins og að tryggja samræmi við þróun skipulags á höfuðborgarsvæðinu en loftlínan lá að hluta til innan skilgreinds þéttbýlis.