Vopnafjarðarlína 1 er um 60 km löng, 66 kV loftlína sem liggur frá Lagarfossstöð til Vopnafjarðar. Sumarið 2021 var Vopnafjarðarlína lögð í jörð á tæplega 10 km löngum kafla, yfir Hellisheiði eystri þar sem veðurskilyrði eru erfið, svæði torfarið og slysahætta við rekstur og viðhald línunnar.
Nýr jarðstrengur á þessum kafla var spennusettur í nóvember 2021.