Um verkefnið
Blöndulína 3 er 220 Kv háspennulína sem fyrirhugað er að leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Lega línunnar er fyrirhuguð um fjögur sveitarfélög, Akureyrarbæ, Hörgársveit, Sveitarfélagið Skagafjörð og Húnabyggð. Tilgangur framkvæmdarinnar er að styrkja meginflutningskerfi raforku á Norðurlandi en jafnframt er hún 3. áfanginn í því að auka flutningsgetu byggðalínuhringsins.
Uppbygging tveggja fyrstu áfanga í styrkingu meginflutningskerfis raforku á Norðurlandi og jafnframt styrkingu byggðalínuhringsins er lokið, þær línur hafa verið reistar og teknar i notkun; Fyrst ber að geta, Kröflulínu 3 sem liggur frá frá Kröfluvirkjun í Fljótsdalsstöð og síðan Hólasandslína 3 sem liggur frá Hólasandi til Akureyrar. Þriðja línan er síðan framkvæmdin sem hér um rætt, Blöndulína 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. en sú lína er rúmlega 100 kílómetrar. Undirbúningur að umhverfismati vegna framkvæmdarinnar hófst á haustmánuðum 2019 og er nú lokið. Landsnet hefur gefið út umverfismatsskýrslu fyrir verkefnið og gaf Skipulagsstofnun út álit í desember 2022
Undirbúningsferli framkvæmda sem hér er getið felst meðal annars í því að eiga samtal við hagsmunaaðila með stofnun vettvangs; Verkefnaráð Blöndulínu 3 en þar sem sitja fulltrúar frá sveitarfélöguunum á línuleiðinni, umhverfi, atvinnuþróunarfélögum og fleiri. Sambærilegir fundir eri haldnir með landeigendum ásamt opnum íbúafundum á svæðinu. Í gegnum samráð og samtal, rannsóknir og greiningar er farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og til að fá betri mynd á hvert verkefnið er.