Undanfarin ár hefur verið unnið að styrkingu flutningskerfisins á Snæfellsnesi.
Lagður var nýr 66 kV jarðstengur, Grundarfjarðarlína 2, milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og byggð ný tengivirki á Grundarfirði og í Ólafsvík sem fóru í rekstur í síðla árs 2019. Með tilkomu þessarar tengingar næst hringur í 66 kV kerfinu á Vesturlandi sem eykur afhendingaröryggi til muna á svæðinu.
Þá var árið 2021 bætt aflrofa í tengivirkinu á Vogaskeiði fyrir Vogaskeiðslínu 1, milli Vogaskeiðs og Vegamóta og verður þá mögulegt að taka út eina af línunum í hringnum án þess að notendur verði þess varir.