Landsnet hefur um langt skeið undirbúið breytingar á flutningskerfinu í nágrenni við höfuðborgarsvæðið í tengslum við byggðaþróun og fyrirhugaða uppbyggingu. Á árinu 2018 stóð til að hefja byggingu tveggja nýrra loftlína, Lyklafellslínu 1 frá fyrirhuguðu nýju tengivirki við Lyklafell að Straumsvík og Ísallínu 3 frá tengivirkinu við Hamranes að Straumsvík. Þessar framkvæmdir voru forsenda þess að hægt væri að rífa Hamraneslínu 1 og 2 frá Geithálsi að Hamranesi og Ísallínu 1 og 2 frá Hamranesi að álverinu í Straumsvík. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi hins vegar í lok mars úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar og því var óhjákvæmilegt framkvæmdum yrði frestað.
Í kjölfar úrskurðarins hófst undirbúningur að færslu Hamraneslína 1 og 2, á um 2 km löngum kafla, þar sem þær liggja næst byggðinni við Hamranes í Hafnarfirði og fór færslan fram sumarið 2019.
Tengiliðir
Engir tengiliðir hafa verið skráðir