Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holtvörðuheiðarlínu 3 frá Holtavörðuheiði að Blöndu. Lagning Holtavörðuheiðarlínu 3 er mikilvægur hlekkur í endurnýjun á núverandi byggðalínu og verður línan, 220 kV raflína, hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Meginmarkmið með byggingu hennar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuubyggingu og eðlilegri þróun byggða á landinu.