Tengivirkið í Breiðadal er mikilvægur tengipunktur þar sem kemur saman eina tenging Ísafjarðar og Bolungarvíkur við meginflutningskerfið um Breiðadalslínu 1, sem liggur á milli Breiðadals og Mjólkárvirkjunar. Núverandi virki var tekið í notkun árið 1986 en rekstur þess hefur hefur verið erfiður undanfarin ár vegna seltu, snjósöfnunar og ísingar.
Í stað núverandi útivirkis er unnið að byggingu nýs yfirbyggðs 66 kV gaseinangrað tengivirkis, með 4 rofareitum ásamt rými fyrir einn viðbótarrofareit, á lóð núverandi virkis.
Áætlað er að framkvæmdir hefjist vorið 2022 og spennusetning verði í fyrri hluta árs 2024.