Tengivirkið við Vegamót á Snæfellnesi er mikilvægur tengipunktur en þar kemur saman eina tenging Snæfellsness við meginflutningskerfið. Núverandi virki er frá árinu 1975 og þörf er á endurnýjun þess.
Í stað núverandi útivirkis er unnið að byggingu nýs yfirbyggðs 66 kV gaseinangrað tengivirkis, með 4 rofareitum ásamt rými fyrir einn viðbótarrofareit, á lóð núverandi virkis.
Framkvæmdir hófust vorið 2022 og áætlað er að nýtt virki verði spennusett um mitt ár 2024.