Í upphafi sumars 2020 hóf Landsnet vinnu að nýju við umhverfismat vegna fyrirhugaðrar lagningu Lyklafellslínu 1. Drög að matsáætlun voru send inn Skipulagsstofnunar í júlí sl og rann frestur til að skila inn athugasemdum út þann 15 ágúst. Eftir yfirferð Landsnets á athugasemdum var tillaga að matsáætlun send inn til Skipulagsstofnunar sem hefur nú auglýst tillöguna til kynningar og athugasemda. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. desember 2020. Hægt er að kynna sér tillöguna á heimasíðu Skipulagsstofnunnar og á heimasíðu Landsnets. Að loknum athugasemdarfresti og yfirferð Skipulagsstofnunnar mun Skipulagsstofnun taka ákvörðun um tillöguna.
Nánar hægt að lesa um forsögu verkefnisins í tillögu á matsáætlun