Uppruni og meginmarkmið verkefnis
Landsnet hefur unnið að undirbúningi verkefna á Vestfjörðum með það að markmiði að auka afhendingaröryggi raforku. Er það í samræmi við stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, en samkvæmt stefnunni eiga allir afhendingarstaðir í meginflutningskerfinu að vera komnir með N-1 öryggi fyrir árið 2030 og afhendingarstaðir í svæðisbundnum flutningskerfum fyrir árið 2040. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að auka afhendingaröryggi flutningskerfisins á Vestfjörðum.
Afhendingarstaður í Ísafjarðardjúpi eykur möguleikana á nýrri orkuvinnslu á svæðinu sem bætir afhendingaröryggi raforku til notenda umtalsvert samkvæmt greiningum sem framkvæmdar hafa verið. Nokkrir virkjanakostir hafa verið til skoðunar á þessum slóðum, m.a. Skúfnavötn, Austurgil og Hvalá, og mun afhendingarstaðurinn auðvelda tengingar þessarra og fleiri virkjanakosta við meginflutningskerfið. Að auki mun afhendingarstaðurinn skapa möguleika á frekari styrkingum á flutningskerfinu, t.d. með tengingu yfir á Ísafjörð
Fundir vegna verkefnisins
Fundað verður reglulega með hagaðilum vegna undirbúnings nýs tengipunktar í Ísfjarðardjúpi. Haldnir hafa verið tveir fundir með verkefnaráði. Hægt er nálgast samantekt fundar og kynningar frá fundinum undir samráð/verkefnaráð hér á síðunni.