Tengivirki Landsnets við Korpu í Reykjavík er eitt af mikilvægustu tengivirkjum Landsnets og sér þúsundum heimila og hundruðum fyrirtækja fyrir raforku. Virkið var tekið í notkun árið tekið í notkun 1975 og þörf er á endurnýjun þess.
Í stað núverandi útivirkis er unnið að byggingu nýs yfirbyggðs 132 kV gaseinangraðs tengivirkis með tvöföldum teinum, teinatengirofa og sex rofareitum en jafnframt er gert ráð fyrir möguleika á stækkun um einn reit. Ný tengivirkisbygging verður reist á lóð eldra virkis.
Framkvæmdir hófust árið 2023 og áætlað er að spennusetning verði árið 2024.