Skipulagsstofnun hefur skilað áliti sínu á umhverfismati Holtavörðuheiðarlínu 3. Álit Skipulagsstofnunar er mikilvægt innlegg í áframhaldandi vinnu Landsnets við að velja endanlega línuleið.
Við ákvörðun verður tekið mið af umhverfissjónarmiðum, samfélagsþáttum, raforkulögum og stefnu stjórnvalda. Landsnet mun á næstu vikum vinna áfram með öll fyrirliggjandi gögn, álit og umsagnir – og taka ákvörðun byggða á þeim. Gert er ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir í haust.
Nánari upplýsingar um málið er að finna á Skipulagsgáttinni.
Lagning Holtavörðuheiðarlínu 3 er mikilvægur hlekkur í endurnýjun á núverandi byggðalínu og verður línan, 220 kV raflína, hluti af nýrri kynslóð byggðalínu.
Meginmarkmið með byggingu hennar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuubyggingu og eðlilegri þróun byggða á landinu.