Þorlákshafnarlínu 2, um 21 km leið milli Hveragerðis og Þorlákshafnar. Tengivirkið í Þorlákshöfn verður stækkað um tvo 66 kV AIS rofareiti en við Hveragerði verður jarðstrengurinn tengdur upp nýtt strengendamastur í Sogslínu 2. Verður þá komin tenging frá tengivirki við Írafossvirkjun til Þorlákshafnar. Núverandi tenging milli Hveragerðis og Þorlákshafnar, Þorlákshafnarlína 1, verður áfram rekin í óbreyttri mynd en Sogslína 2 milli Hveragerðis og Geitháls verður rifin.
Mikil uppbygging er fyrirhuguð í Þorlakshöfn og er tilgangur verkefnisins að styrkja núverandi kerfi til Þorlákshafnar til þess að geta annað þeirri uppbyggingu.
Áætlað er að Þorlákshafnarlína 2 verði spennusett síðla árs 2027.