Verkefnið felst í tengingu nýrrar virkjunar Landsvirkjunar, Hvammsvirkjunar við flutningskerfið. 

Byggt verður nýtt yfirbyggt sex rofareita, 220 kV tengivirki sem kallast Skarð og mun tengjast Búrfellslínu 1 sem fær heitið Skarðslína 1 (SK1) vestan tengivirkis en halda heiti sínu austan tengivirkis.

Breyta þarf og færa Búrfellslínu 1 (BU1) vegna byggingar tengivirkisins en einnig til þess að þvera nýtt uppistöðulón við Hvammsvirkjun (Hagalón) og færa línuna frá meginframkvæmdasvæði virkjunarinnar.

Jafnframt þarf að hækka Búrfellslínu 3 (BU3) tímabundið á einu hafi vegna framkvæmda við frárennslisskurð. Það verður gert með því að bæta inn einu mastri í línuna tímabundið.

Breytingar á línum hefjast árið 2026 en gert er ráð fyrir að framkvæmdir við tengivirkið hefjist árið 2027.

Tengiliðir

Fríða Rakel Linnet
Verkefnastjóri
5639300
Daníel Sch. Hallgrímsson
Verkefnastjóri
563 9300

innviðauppbygging

Í framkvæmd
Aftur í yfirlit framkvæmda