Flutningstakmarkanir eru þær aðstæður þegar flutningsgeta flutningsvirkis eða hluta flutningskerfis reynist ófullnægjandi þannig að takmarka þarf orkuflutning. Gerður er greinarmunur á varanlegum flutningstakmörkunum, sem eru nánast viðvarandi og tímabundnum flutningstakmörkunum.
Ekki eru skilgreindar neinar varanlegar flutningstakmarkanir í flutningskerfinu. Samkvæmt skilmálum um flutningstakmarkanir getur Landsnet gripið til slíkra takmarkana með eins mánaðar fyrirvara ef ástand kerfisins er þannig að slíkt sé talið nauðsynlegt. Þegar um varanlegar flutningstakmarkanir er að ræða útdeilir Landsnet flutningsgetu með uppboði til skamms tíma.
Tímabundnar flutningstakmarkanir
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR