Mælikvarðar jöfnunarábyrgðaraðila

Fyrirkomulag jöfnunarábyrgðar er mikilvægur þáttur í tíðnistýringu Landsnets.

Janúar

Febrúar

Mars

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

September

Umferðarljósin lýsa því hversu vel jöfnunarábyrgðaraðilum hefur tekist að áætla öflun og ráðstöfun raforku. Það samanstendur úr eftirfarandi þremur mælikvörðum:

Mælikvarði 1

Hlutfallsleg jöfnunarorka (jöfnunarorka / heildanotkun) er mæld fyrir hverja klukkustund mánaðarins. Fyrir hvern jöfnunarábyrgðaraðila má hlutfallsleg jöfnunarorka sem er 25% eða hærri ekki fara yfir 15 klukkustundir á mánuði.

Mælikvarði 2

Meðaltal af öllum klukkustundagildum á hlutfallslegri jöfnunarorku fyrir mánuðinn. Mánaðarmeðaltalið á ekki að fara yfir 8%.

Mælikvarði 3

Hlutfall jákvæðrar eða neikvæðrar jöfnunarorku (klst gildi) má ekki fara yfir 80% fyrir mánuðinn.