Mælikvarðar jöfnunarábyrgðaraðila

Fyrirkomulag jöfnunarábyrgðar er mikilvægur þáttur í tíðnistýringu Landsnets.

Janúar

Febrúar

Umferðarljósin lýsa því hversu vel jöfnunarábyrgðaraðilum hefur tekist að áætla öflun og ráðstöfun raforku. Það samanstendur úr eftirfarandi þremur mælikvörðum:

Mælikvarði 1

Hlutfallsleg jöfnunarorka (jöfnunarorka / heildanotkun) er mæld fyrir hverja klukkustund mánaðarins. Fyrir hvern jöfnunarábyrgðaraðila má hlutfallsleg jöfnunarorka sem er 25% eða hærri ekki fara yfir 15 klukkustundir á mánuði.

Mælikvarði 2

Meðaltal af öllum klukkustundagildum á hlutfallslegri jöfnunarorku fyrir mánuðinn. Mánaðarmeðaltalið á ekki að fara yfir 8%.

Mælikvarði 3

Hlutfall jákvæðrar eða neikvæðrar jöfnunarorku (klst gildi) má ekki fara yfir 80% fyrir mánuðinn.