Mannauðs- og mannréttindastefna Landsnets
Mannauðsstefna Landsnets lýsir áherslum Landsnets í mannauðs- og mannréttindamálum. Stefnan er órjúfanlegur hluti af heildarstefnu fyrirtækisins og nær til alls starfsfólks. Gildi Landsnets, samvinna, virðing og ábyrgð, liggja til grundvallar mannauðsstefnunni og þeirri uppbyggilegu og örlátu menningu sem ríkir innan vinnustaðarins. Með þessari stefnu stuðlum við að því að vinnustaðurinn verði eftirsóknarverður, mannauðurinn sá besti og tryggjum jöfn tækifæri einstaklinga. Mannauðsstefna þessi er endurskoðuð á hverju ári.
Eftirsóknarverður vinnustaður
1. Mannréttindi og fjölbreytileiki í fyrirrúmi
Við leggjum áherslu á að virða mannréttindi og jafnrétti í allri starfsemi fyrirtækisins og tryggjum að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum og mismunandi sjónarmið fá að njóta sín. Lögð er rík áhersla á jafnræði og að allir fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu.
Fjölbreytni á vinnustað er mikilvæg fyrir frammistöðu og nýsköpun. Með faglegu ráðningarferli er ávallt horft til hæfni umsækjenda og leitast við að finna hæfasta einstaklinginn í rétt starf hverju sinni. Við horfum til þess að auka fjölbreytileika innan hópa og jafna kynjahlutfall.
Við tryggjum starfsfólki jöfn kjör og tækifæri. Við greiðum starfsfólki okkar samkeppnishæf laun í sambærilegum atvinnugreinum en erum þó ekki leiðandi. Ákvörðun launa okkar er byggð á viðurkenndum jafnréttissjónarmiðum, virðingu fyrir starfsfólki, lögum og reglum. Sanngirni og samfélagslega ábyrgð eru leiðarljós okkar í kjaramálum.
Jafnréttisnefnd er starfandi sem hefur það hlutverk m.a. að fylgja eftir jafnréttisstefnu og -áætlun fyrirtækisins.
2. Uppbyggileg og örlát vinnustaðamenning
Við erum framfaramiðað þekkingarfyrirtæki og leggjum áherslu á að þróa hæfileika og hæfni starfsfólks. Við stuðlum að því að allt starfsfólk eigi möguleika að þróast í starfi með nýjum áskorunum, aukinni ábyrgð og krefjandi verkefnum. Einnig að það geti sótt fjölbreytta fræðslu og sí- og endurmenntun í takti við núverandi og framtíðar þarfir. Við leggjum áherslu á að starfsfólk sýni frumkvæði og metnað til að þróast í starfi, miðla og deila þekkingu og upplýsingum.
Við leggjum okkur fram um að finna lausnir með skilvirku vinnuumhverfi og umbótamenningu sem er samtvinnuð í dagleg störf með þarfir viðskiptavina að leiðarljósi. Við vinnum saman og náum árangri í okkar verkefnum, fögnum góðum árangri og hrósum þegar vel tekst til. Við leggjum metnað í að skapa jákvæða, örláta og umbótadrifna vinnustaðamenningu sem byggir á trausti og sterkri liðsheild. Samskipti eru opin, heiðarleg og uppbyggileg.
Við tökum vel á móti nýju fólki, veitum því tækifæri til að takast á við spennandi verkefni, þróast og dafna í faglegu og framsæknu umhverfi.
Við leggjum áherslu á sýnilega og stefnumiðaða stjórnun með öflugum stjórnendum sem hafa skýra framtíðarsýn og ganga fram með góðu fordæmi. Áhersla er á reglubundin samtöl starfsfólks og stjórnenda, þar sem rætt er um væntingar og líðan, veittur stuðningur og endurgjöf um frammistöðu ásamt hvatningu til að þróast í starfi.
3. Heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi
Við tryggjum öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi þar sem hlúð er að sálfélagslegri og líkamlega heilsu og vellíðan starfsfólks því við viljum að starfsfólk komi ávallt heilt heim frá vinnu. Það hefur ekki einungis jákvæð áhrif á starfsfólkið heldur einnig á fjölskyldu þess og samfélagið í heild.
Áhersla er á að starfsumhverfið, tæki og annar aðbúnaður sé með bestum hætti. Áhættumat og greining er reglulega unnin með aðstoð frá utanaðkomandi sérfræðingum og gripið til ráðstafana ef þörf þykir.
Lögð er áhersla á að starfsfólki líði vel í vinnunni og að gætt sé að jafnvægi milli vinnu og einkalífs með því að stuðla að sveigjanleika í starfi þar sem því verður komið við.
Við sýnum hvert öðru virðingu og umberum ekki einelti, áreitni eða fordóma af neinu tagi. Það er á ábyrgð okkar allra að skapa umhverfi sem er laust við slíka hegðun.
Við leggjum okkur fram við að veita stuðning þegar koma upp veikindi eða önnur áraun í einkalífi eða starfi.
Áherslur 2023 – 2026
Virðisskapandi þjónusta:
- Skilvirkt og uppbyggilegt upplýsingaflæði
- Framúrskarandi Mannauðstorg - gagnatorg
- Aukin gæði: Með því að þjálfa, fræða og ráða hæft starfsfólk og viðhalda eða auka þekkingu.
- Aukin skilvirkni: Með því að hlúa að fyrirtækjamenningu og stjórnun sem bætir helgun og traust. Með jafnlaunum og jafnrétti, sem eykur traust og helgun.
- Minni kostnaður: Með því að gera ferla skilvirka (tímasparnaður).
- Vera með öflugt þjónustuborð
- Aukin skilvirkni: Að veita ráðgjöf til yfirmanna og starfsfólks, sem myndar traust, bætir gæði og ýtir undir sjálfstæði starfsfólks og stjórnenda.
Fagmennska, trúnaður og traust:
- Við erum með framúrskarandi þekkingu á mannauðsmálum
- Við höldum trúnað
- Við sýnum nærgætni í krefjandi aðstæðum
- Við vinnum af heilindum
- Við gætum hlutleysis í samskiptum
- Við erum áreiðanleg
Umhyggja og stuðningur
- Við erum til staðar, aðgengileg, áhugasöm og gefum okkur tíma.
- Við erum hreinskilin og uppbyggileg í samskiptum og ráðgjöf.
- Við leggjum okkur fram að skilja núverandi og framtíðar þarfir núverandi og væntanlegra viðskiptavina.
Útgefið 16.03.2023