Eignastjórnunarstefna
Lögum samkvæmt ber Landsnet skyldu til að byggja flutningskerfi raforku á Íslandi upp á hagkvæman hátt og að taka tillit til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar og gæða raforku. Með orðinu "Eignir" er átt við tengivirki, loftlínur, jarðstrengi, varaaflstöðvar, varaefni og tilheyrandi tölvu- og fjarskiptabúnað (ICT).
Áhersla er á
- Að fylgja skilgreindu verklagi eignastjórnunar (e:Asset Management) og styðjast við alþjóðlega staðla til að hámarka arð af eignum sínum.
- Hagkvæmum rekstri eigna að uppfylltum kröfum um áreiðanleika og öryggi.
- Eignastjórnunarkerfi til að halda utan um málefni eignastjórnunar og er þar með talið ritun lykilskjala, innleiðingu verklags, sem uppfyllir kröfur eignastjórnunar samkvæmt ISO 55001.
- Virka þátttöku starfsmanna.
- Að eignastjórnun gengur þvert á fyrirtækið og styður við lykilþætti starfseminnar eins og öryggismál, umhverfismál, hagkvæmni, skilvirkni, áhættustjórnun og tryggir áreiðanleika flutningsvirkja og góða umhirðu þeirra.
Virði eignastjórnunar
- Virkir verkferlar fyrir umsjón og rekstur eigna.
- Hagkvæmur rekstur eigna.
- Áreiðanleg flutningsvirki raforku.
- Aukið afhendingaröryggi raforku.
- Hámörkun líftíma eigna.
- Skilvirk endurnýjun eigna.
Útgefið í desember 2022