Rannsóknar- og þróunarstefna

Markmið Landsnets, með því að stunda rannsóknar- og þróunarstarf, er að auka þekkingu, jafnt innan fyrirtækisins sem utan. Enn fremur að kynnast og vinna að nýjum lausnum til þess að styðja við langtímamarkmið fyrirtækisins varðandi rekstur og uppbyggingu flutningskerfisins og stuðla þar með að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins. Undir það falla svið eins og umhverfismál, markaðs- og efnahagsmál (t.d. markaðsþróun), stafræn þróun flutningskerfisins, meðhöndlun og túlkun gagna, nýjungar í byggingartækni, raforku- og raffræðilegir þættir (t.d. nýjungar tengdar flutningi raforku), svo nokkur atriði séu nefnd.

ÁHERSLA ER Á

·   Að stunda kerfisrannsóknir sem styðja við áætlanir um framtíðaruppbyggingu flutningskerfisins.

·   Að stunda umhverfisrannsóknir sem styðja við undirbúning framkvæmdaverka.

·   Að taka þátt í innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum.

·   Að miðla niðurstöðum úr rannsóknaverkefnum með útgáfu skýrslna, birtingu greina og frétta.

·   Að styðja við háskólasamfélagið með stuðningi/leiðsögn við nema á BS- og MS-stigi.

·   Að eiga samstarf við ytri aðila, jafnt innanlands sem utan; s.s. ráðgjafafyrirtæki, háskóla, önnur orkufyrirtæki, í rannsókna- og þróunarverkefnum eftir því sem við á hverju sinni.
 

VIRÐI RANNSÓKNAR- OG ÞRÓUNARSTARFS

·   Öflun nýrrar þekkingar sem nýtist við uppbyggingu flutningskerfis raforku.

·   Landsnet verður eftirsóttur samstarfsaðili í rannsókna- og þróunarstarfi, jafnt innanlands sem utan.

·   Stuðlar að nýsköpun innan raforkugeirans.

·   Stuðlar að nýliðun innan raforkugeirans.

·   Stuðlar að aukinni skilvirkni innan raforkugeirans.

·   Aukin þekking samfélagsins á starfsemi og hlutverki Landsnets.


Rannsóknarstefna útgefin í febrúar 2023