Hjá okkur starfar úrvalshópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun sem vinnur að áhugaverðum verkefnum sem lúta að uppbyggingu, þróun og rekstri raforkukerfisins.

Við bjóðum upp á faglegt umhverfi með stórum hópi sérfræðinga og fyrirmyndar aðstöðu. Við leggjum áherslu á þjálfun og þróun starfsmanna og teljum að samræming einkalífs og vinnu skipti miklu máli

Tengiliðir

Eftirsóknarverður vinnustaður

Við búum að því að hafa í okkar röðum bæði hæft og reynt starfsfólk. Í árslok 2021 voru fastráðnir starfsmenn Landsnets um 141, þar af voru 79% starfsmanna karlar en 21% konur.

Starfsfólkið okkar er vel menntað og býr yfir sérhæfðri þekkingu. Fjölmennustu hóparnir eru með rafiðnmenntun og háskólanám á sviði verk- og tæknifræði en að öðru leyti er starfsfólk Landsnets með fjölbreytta menntun og reynslu.

Við höfum gildin okkar – ábyrgð, samvinnu og virðingu – að leiðarljósi við alla okkar vinnu og við beitum framsæknum lausnum og reynum stöðugt að bæta okkur.

Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar sem vinnur við mismunandi aðstæður sé öruggt við vinnu sína og eru öryggis- og gæðamál í hávegum höfð. Við leggjum áherslu á að ráða til okkar framúrskarandi starfsmenn. Við tökum vel á móti nýliðum og sjáum til þess að þeir fái þjálfun í starfi.

Hlaðvarpsþættir um vinnustaðinn Landsnet

Ef lífið væri leikskóli — væri þá Landsnet staðurinn?

22.4.2025 00:00:00

Hvað gerist þegar sameindalíffræðingur, heimspekingur og sagnfræðingur setjast saman við hlaðvarpsmíkrafóninn og ræða orkumál? Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi fékk þá Hall Þór Halldórsson vefstjóra og Erling Fannar Jónsson verkefnastjóra í spjall þar sem óvæntar tengingar, ný sjónarhorn og samtal varð til - ekki missa af þessum þætti af Landsnetshlaðvarpinu.

Leifur Ingimundur og leiðin til Landsnets

20.3.2025 00:00:00

Leiðin til Landsnets og sánuferðir til Finnlands var á meðal þess sem þau Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi og Leifur Ingimundur Runólfsson einn af nýjustu liðsmönnum Landsnets spjölluðu um í þessum Hlaðvarpsþætti. Ekki missa af þessu skemmtilega spjalli – Leifur og og leiðin hans til Landsnets.

Framtíðarvinnustaðurinn Landsnet

21.1.2025 00:00:00

Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og umbóta settist við hljóðnemann og ræddi við Steinunni Þorsteinsdóttur um mikilvægi mannauðs í umhverfi eins og okkar sem er á fleygiferð.
Hún ræddi m.a. um áskoranir og tækifæri sem eru fram undan og hvernig Landsnet vinnur markvisst að umbótum fyrir betri framtíð.

Mannauðsmálin, menningarvegferðin og mánuðirnir hjá Landsneti

7.6.2022 00:00:00

Jason Már Bergsteinsson sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Landsneti settist við hljóðnemann og ræddi lífið og tilveruna við Steinunni Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa - já og helstu verkefni síðustu mánaða en Jason hefur verið hjá Landsneti í hálft ár.