Hjá okkur starfar kraftmikill hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun. Saman vinnum við að spennandi verkefnum sem snúa að uppbyggingu, þróun og rekstri flutningskerfi raforku á Íslandi — hjartslætti samfélagsins.
Eftirsóknarverður vinnustaður
Við bjóðum upp á faglegt umhverfi með stórum hópi sérfræðinga og fyrirmyndar aðstöðu. Við leggjum áherslu á þjálfun og þróun starfsmanna og teljum að samræming einkalífs og vinnu skipti miklu máli
Starfsfólkið okkar er vel menntað og býr yfir sérhæfðri þekkingu. Fjölmennustu hóparnir eru með rafiðnmenntun og háskólanám á sviði verk- og tæknifræði en að öðru leyti er starfsfólk Landsnets með fjölbreytta menntun og reynslu.
Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar sem vinnur við mismunandi aðstæður sé öruggt við vinnu sína og eru öryggis- og gæðamál í hávegum höfð. Við leggjum áherslu á að ráða til okkar framúrskarandi starfsmenn. Við tökum vel á móti nýliðum og sjáum til þess að þeir fái þjálfun í starfi.
Fleiri hlaðvarpsþættir um vinnustaðinn Landsnet
Draumar, Döðlur og rafmagn
11. júní 2025
Guðrún Ýr Guðmundsdóttir eða Gugga er nýjasti viðmælandi Landsnetshlaðvarpsins.
Hún er sumarstarfsmaður hjá okkur, klár verkfræðingur og tónlistarkona í hljómsveitinni Dóra og Döðlurnar. Í þessum þætti segir hún frá því hvernig hún eltir bæði draumana sína í tækni og tónlist, af hverju það er ekki nauðsynlegt að velja bara eitt og auðvitað hvernig lífið hjá Landsneti er að birtast henni.
Þetta er þáttur um hugrekki, fjölbreytileika og leiðina til Landsnets - ekki missa af Guggu.
Ef lífið væri leikskóli — væri þá Landsnet staðurinn?
22. apríl 2025
Hvað gerist þegar sameindalíffræðingur, heimspekingur og sagnfræðingur setjast saman við hlaðvarpsmíkrafóninn og ræða orkumál? Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi fékk þá Hall Þór Halldórsson vefstjóra og Erling Fannar Jónsson verkefnastjóra í spjall þar sem óvæntar tengingar, ný sjónarhorn og samtal varð til - ekki missa af þessum þætti af Landsnetshlaðvarpinu.
Leifur Ingimundur og leiðin til Landsnets
20. mars 2025
Leiðin til Landsnets og sánuferðir til Finnlands var á meðal þess sem þau Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi og Leifur Ingimundur Runólfsson einn af nýjustu liðsmönnum Landsnets spjölluðu um í þessum Hlaðvarpsþætti. Ekki missa af þessu skemmtilega spjalli – Leifur og og leiðin hans til Landsnets.
Framtíðarvinnustaðurinn Landsnet
21. janúar 2025
Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og umbóta settist við hljóðnemann og ræddi við Steinunni Þorsteinsdóttur um mikilvægi mannauðs í umhverfi eins og okkar sem er á fleygiferð.
Hún ræddi m.a. um áskoranir og tækifæri sem eru fram undan og hvernig Landsnet vinnur markvisst að umbótum fyrir betri framtíð.
Úr raforkuverkfræði yfir í upplýsingatækni
27. október 2024
Í þessum þætti hittum við Jóhannes Þorleiksson, nýjan framkvæmdastjóra, sem breytti um kúrs þegar hann réð sig nýverið til Landsnets.
Jóhannes deilir hér íáhugaverðum hugmyndum og markmiðum sem allar eiga að leiða að því að koma manni til tunglsins - kannski samt ekki alveg í orðsins fyllstu merkingu en krefjast hugrekkis, vilja og teymisvinnu.
Mannauðsmálin, menningarvegferðin og mánuðirnir hjá Landsneti
07. júní 2022
Jason Már Bergsteinsson sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Landsneti settist við hljóðnemann og ræddi lífið og tilveruna við Steinunni Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa - já og helstu verkefni síðustu mánaða en Jason hefur verið hjá Landsneti í hálft ár.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR