Gæðastefna

Við leggjum áherslu á góða þjónustu við innri og ytri aðila. Bregðumst hratt við ábendingum, einkum frábrigðum sem geta valdið þjónustubresti eða neyðarástandi. Beitum umbótahugsun sem leiðir til betri gæða.

 

ÁHERSLA ER Á

  • Að viðhalda stjórnunarkerfi og tryggja samfelldan rekstur sem styður við áhættumat .
  • Stöðugar umbætur og eftirfylgni sem nær til allrar starfseminnar með einföldun ferla og fækkun gæðaskjala að markmiði.
  • Fræðslu og sjálfvirknivæðingu. Umbótahugsun sé til staðar og er eðlilegur hluti af starfi hvers og eins, geta sé til staðar til að koma auga á og bregðast við umbótatækifærum.


VIRÐI GÆÐASTJÓRNUNAR

  • Meiri skilvirkni með skráðu verklagi í stjórnunarkerfi.
  • Minni kostnaður með stöðluðu verklagi sem minnkar kostnað og tíma í þjálfun nýs starfsfólks.
  • Minni kostnaður með skráningu ábendinga, lærdómur þegar eitthvað fer úrskeiðis.
  • Minni áhætta þegar spekileki á sér stað, verklag er skráð.

 

Gæðastefna útgefin desember 2022