Á þessari síðu höfum við tekið saman helstu og lög og reglugerðir sem snúa að hlutverki okkar, starfseminni og þeim skyldum sem við höfum að gegna í uppbyggingu íslensks samfélags.

Helstu lög og reglugerðir sem eiga við um starfsemina okkar

Samningar

Allir sem vilja tengjast flutningskerfi raforku þurfa að gera samning um tengingu við flutningskerfi Landsnets vegna innmötunar og úttektar raforku.

Þeir sem hyggjast stunda raforkusölu, hvort heldur er í heildsölu eða smásölu, þurfa að gera samning við Landsnet um jöfnunarábyrgð, en í henni felst að raforkusölufyrirtæki skulu sjá til þess að jöfnuður sé á milli öflunar og ráðstöfunar þeirrar raforku sem þeir eiga í viðskiptum með.