Við erum að leita að öflugum og framtakssömum leiðtoga með skýra framtíðarsýn og hugrekki til að stýra Landsneti inn í spennandi tíma umbreytinga.
Þetta er einstakt tækifæri til að gegna lykilhlutverki í orkugeiranum og hafa áhrif á þróun samfélagsins með því að leiða það á fleygiferð inn í framtíðina. Hlutverk okkar hjá Landsneti er að byggja upp flutningskerfi sem uppfyllir þarfir samtímans og er jafnframt tilbúið að takast á við áskoranir morgundagsins.
Við leitum að leiðtoga sem skilur mikilvægi tengsla, bæði á sviði orku og í mannlegu samhengi. Viðkomandi þarf að búa yfir trausti og sterkri leiðtogahæfni, lykilatriði er geta til að fá fólk með sér í lið og skapa sameiginlega sýn.
Því leitum við að aðila sem er einstaklega sterkur í mannlegum samskiptum og býr yfir framtakssemi, ástríðu og hæfileika til að móta framtíðina með frábæru starfsfólki sem vinnur daglega að því að tryggja að ljósin logi um allt land.