Uppfærsla á gjaldskrám Landsnets fyrir árið 2025


02.01.2025

Framkvæmd

Um áramótin tekur ný gjaldskrá gildi hjá Landsneti. Styrking flutningskerfisins og uppbyggingin sem fylgir því er einn mikilvægasti hlekkurinn í auknu raforkuöryggi og lífsgæði í landinu.

Sterkt flutningskerfi þarf einnig til að styðja við orkuskiptin og bætta nýtingu auðlinda og skapa tækifæri fyrir aukna velsæld allsstaðar á landinu.

Á næstu árum munu því fjárfestingar í flutningskerfi raforku skipta sköpum.

Helstu breytingar á gjaldskránni:

  • Flutningsgjaldskrá hækkar um 15% til dreifiveitna og 8% til stórnotenda.
  • Áhrif á meðalheimili er 2,25% hækkun, það þýðir að ef heimili greiðir 9.000 kr. á mánuði í heildar rafmagnsreikning, þá nemur hækkunin 202 kr.
  • Gjald vegna flutningstapa fer í 216,82 kr./MWst. Úr 198,01 kr/MWst.
  • Spáð er 20% lækkun fyrir annan ársfjórðung 2025, háð samþykki Raforkueftirlitsins.
  • Kerfisþjónusta, sem tryggir jafnvægi og rekstaröryggi raforkukerfisins, verður 95,82 kr./MWst. úr 77,59 kr/MWst.
     

Þessar breytingar endurspegla aukinn kostnað vegna fjárfestinga í innviðum, flutningstapa og kerfisþjónustu, en þær eru nauðsynlegar til að mæta kröfum um örugga, sjálfbæra og áreiðanlega raforku í framtíðinni.

Hér er hægt að skoða gjaldskrána og nálgast nánari upplýsingar um þessar breytingar.

Aðrar upplýsingar um flutningsgjaldskrá er að finna á eftirfarandi síðum á vef okkar:

Flutningsgjaldskrá Landsnets

Gjaldskrá og reiknivélar

Um flutningstöp

Aftur í allar fréttir