Fram undan eru opin hús þar sem lagðar verða fram upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3, sem mun liggja milli Blöndustöðvar og Akureyrar.
Fram undan eru opin hús þar sem lagðar verða fram upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3, sem mun liggja milli Blöndustöðvar og Akureyrar.
Línuleiðin er innan fimm sveitarfélaga, Akureyrarbæjar, Hörgársveitar, Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Húnavatnshrepps.
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orkunýtingu, auka flutningsgetu og tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin hefur einnig þýðingu fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi.
Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á vefsíðum Skipulagsstofnunar, Landsnets og Mannvits frá 25. mars til 13. maí 2022. Að auki liggur umhverfismatsskýrslan frammi til kynningar frá 29. mars á eftirtöldum stöðum:
Í ráðhúsi Akureyrarbæjar, á skrifstofum Hörgársveitar, Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Húnavatnshrepps og hjá Skipulagsstofnun.
Öllum er velkomið að koma á framfæri umsögnum um umhverfismatið og skal senda þær til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, eða á skipulag@skipulag.is.
Blöndulína 3 - Umhverfismatsskýrsla
Opnir fundir:
Akureyri, Hótel KEA
miðvikudaginn 30. mars 19.30 – 21.30
Varmahlíð Skagafirði, Menningarhúsinu Miðgarði
fimmtudaginn 31. mars 16.30 – 19.30
Reykjavík, Veitingastaðnum Nauthól
þriðjudaginn 26. apríl 16.00 – 18.30