Í morgun voru Jafnréttisdagar Landsnets formlega settir og um leið voru kynntar niðurstöður úr Jafnréttisskýrslu Landsnets en þetta er í fyrsta skiptið sem fyrirtækið gefur út skýrslu eins og þessa og heldur sérstaka jafnréttisdaga.
Í morgun voru Jafnréttisdagar Landsnets formlega settir og um leið voru kynntar niðurstöður úr Jafnréttisskýrslu Landsnets en þetta er í fyrsta skiptið sem fyrirtækið gefur út skýrslu eins og þessa og heldur sérstaka jafnréttisdaga.
„ Já það skiptir svo sannarlega máli fyrir okkur hjá Landsneti að huga að jafnréttismálum innan fyrirtækisins. Stefna Landsnets er að vera nútímalegur og eftirsóknarverður vinnustaður. Við erum í heimi sem er stöðugt að breytast og Landsnet þarf að laga sig að þessum breytingum. Huga þarf að jafnrétti og fjölbreytni á vinnustaðnum okkar þar sem fjölbreytt teymi taka betri ákvarðanir, efla nýsköpun og veitir víðtækari þekkingu, reynslu og sjónarmið“ sagði Svandís Hlín Karlsdóttir formaður jafnréttisnefndar Landsnets þegar skýrslan var kynnt í morgun.
Skýrslan gefur góða mynd á stöðuna í dag og von er um að hún verði hvatning til að hafa jákvæð áhrif á þróun jafnréttismála hjá Landsneti. Í skýrslunni er farið yfir niðurstöður jafnlaunavottunar fyrirtækisins, greiningu á vinnustaðamenningu, sem og fjölbreytni þar sem horft er m.a. til kynja, aldurs, menntunar, uppruna og ábyrgðar. Einnig er horft til ráðninga starfsfólks enda hafa þær áhrif á fjölbreytni innan fyrirtækisins til framtíðar.
Fram undan á jafnréttisdögum eru áhugaverðir fyrirlestrar, kynningar, bíó og umræður.
Hér er hægt að nálgast skýrsluna.