Framkvæmd

Orkuframleiðandi hefur óskað eftir tengingu við flutningskerfið með um 55 MW framleiðslu og fleiri orkuframleiðslumöguleikar eru á svæðinu. Einnig er horft til tengingar tengipunktsins við dreifikerfi raforku á svæðinu, mögulegrar framtíðartenginga vestur til Ísafjarðar og til austurs, sem hluta af mögulegri styrkingu flutningskerfisins til Vestfjarða. Auk þess er horft til rekstrarlegra áhrifa tenginganna á flutningskerfið.

Markmiðið með skýrslunni er að leggja fram upplýsingar til að auðvelda endanlegt val á staðsetningu tengipunktsins og að meta mögulegt umfang jarðstrengslagna í þessum tengingum, en þekkt er hversu kerfislega veikt flutningskerfið á Vestfjörðum er og þar með umtalsverðar takmarkanir á möguleikum til jarðstrengslagna. Ekki er endanlega búið að ákveða nákvæma staðsetningu á tengipunktinum, en í þessari greiningu er miðað við að hann verði staðsettur við mynni Miðdals, norðvestan undir Steingrímsfjarðarheiði.

Hér er hægt að nálgast skýrsluna.

 
Aftur í allar fréttir