Samstarf Landsnets og Landsbjargar eflt með nýjum samningi


12.12.2025

Framkvæmd

Við hjá Landsneti og Landsbjörg skrifuðum þann 12. desember undir samstarfssamning sem miðar að því að efla samstarf okkar og styrkja viðbragðsgetu í krefjandi aðstæðum.

Samningurinn felur í sér að við veitum Landsbjörgu fjárhagslegan stuðning til eflingar á innra starfi samtakanna. Jafnframt munum við veita félögum Landsbjargar fræðslu um rafmagnshættur sem geta komið upp við verkefni þeirra, meðal annars á hálendi landsins. 

Í samningnum er einnig kveðið á um að Landsbjörg geti veitt okkur liðsstyrk við alvarlegar truflanir í raforkukerfinu þegar þörf er á auknum mannafla, gegn sérstakri greiðslu fyrir slíka þjónustu.

Samstarf okkar við Landsbjörg hefur verið farsælt í gegnum árin og endurspeglar samningurinn sameiginlegan vilja okkar til að styrkja öryggi og viðbúnað.

Aftur í allar fréttir