Kerfisáætlun kynnt á Akureyri


09.05.2025

Framkvæmd

Kynningarfundur um drög að nýrri Kerfisáætlun fór fram á Akureyri 8. maí en fundurinn var hluti af fundaröð sem nú er í gangi. Fundurinn var vel sóttur og skapaðist lífleg umræða um mikilvægar framkvæmdir á Norðurlandi og framtíð flutningskerfisins.

Áhersla var lögð á framkvæmdir sem skipta sköpum fyrir afhendingaröryggi og orkuskipti á svæðinu – þar á meðal Blöndulínu 3, Dalvíkurlínu 2 og tvítengingar sem tryggja stöðugleika og möguleika til verðmætasköpunar í landshlutanum.

„Fundir sem þessir eru mikilvægir til að kynna framtíðarsýn okkar og hlusta eftir sjónarmiðum íbúa og hagaðila í hverjum landshluta,” segir Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar. „Við viljum byggja upp öflugt flutningskerfi með samfélagið með okkur.“

Við notuðum einnig tækifærið til að bjóða upp á afmæliskökur í tilefni af 20 ára afmæli Landsnets, sem vakti ánægju meðal gesta og setti hátíðlegan svip á viðburðinn.

➡ Næsti kynningarfundur fer fram í Reykjavík kl. 08:30 á Hilton 14.maí.
➡ Kynntu þér kerfisáætlunina: landsnet.is/kerfisaaetlun

Aftur í allar fréttir