Framkvæmd

Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti segir rekstur stöðugan og á áætlun þrátt fyrir áskoranir í aðfangakeðjunni 

„Við hjá Landsneti leggjum áherslu á hagkvæman og stöðugan rekstur en þessir þættir eru mikilvægir fyrir rekstur lykilinnviðafyrirtækis ásamt því að skipta miklu máli fyrir viðskiptavini okkar. Það er afar ánægjulegt að geta sýnt fram á að við stöndum undir þessum kröfum, þrátt fyrir mikið umrót á heimsmarkaði og tímabundnum orkuskorti hér á landi á vormánuðum. Orkuskorturinn olli hækkunum tímabundið á gjaldskrá vegna orku sem tapast við flutning í kerfinu. Rekstur félagsins hefur gengið vel. Hagnaður tímabilsins er þó yfir áætlun og má það rekja, að miklu leyti, til aukinna tekna vegna flutningstapa. Gert er ráð fyrir að komið verði jafnvægi á milli tekna og gjalda vegna flutningstapa í lok ársins. Fjárfestingar eru á áætlun þrátt fyrir fjölmargar áskoranir í aðfangakeðjunni. Árshlutareikningurinn sýnir fjárhagslegan styrk Landsnets og árangur í rekstri. Samhliða þessum niðurstöðum er nauðsynlegt að huga að því að viðhalda sterkri stöðu félagsins og þar skiptir stöðugleiki í lagaumhverfinu miklu máli fyrir okkur og lánveitendur fyrirtækisins.“

Helstu atriði árshlutareiknings:

Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 19,5 m. USD (2.518,2 millj.kr) [1] fyrstu 6 mánuði ársins 2022 samanborið við 16,5 m. USD (2.130,2 millj.kr) á sama tímabili árið 2021.  Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 32,7 m. USD (4.231,0 millj.kr) samanborið við 28,7 m. USD (3.709,8 millj.kr) árið áður.   

Heildareignir félagsins í lok tímabilsins námu 1.031,1 m. USD (137.882,8 millj.kr) samanborið við 1.020,2 m. USD (136.417,9 millj.kr) í lok árs 2021. Heildarskuldir námu í lok tímabilsins 563,8 m. USD (75.390,9 millj.kr) samanborið við 549,6 m. USD (73.495,1 millj.kr) í lok árs 2021. 

Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 45,3% samanborið við 46,1% í lok ársins 2021. Eigið fé í lok tímabilsins nam 467,3 m. USD (62.491,9 millj.kr) samanborið við 470,6 m. USD (62.922,9 millj.kr) í lok árs 2021.

Handbært fé í lok júní nam 28,9 m. USD (3.866,4 millj.kr) og handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 41,8 m. USD (5.411,6 millj.kr).

Nánar á www.landsnet.is  þar sem hægt er að nálgast ársreikninginn.

Nánari upplýsingar gefur Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsnets, sími 563-9300 eða á netfanginu gudlaugs@landsnet.is

Helstu niðurstöður rekstrarreiknings, lykiltölur efnahagsreiknings og kennitölur (fjárhæðir eru í þúsundum bandaríkjadala)

Fjárhæðir eru í þús. USD1.1.-30.6.2022 1.1.-30.6.2021 1.1.-30.6.2020 1.1.-30.6.2019
Rekstrarreikningur       
 Rekstrartekjur87.522 73.135 63.807 73.367
 Rekstrargjöld ( 54.807)  ( 44.450)  ( 41.830)  ( 43.479)
 Rekstrarhagnaður32.715 28.685 21.977 29.888
 Hrein fjármagnsgjöld ( 8.501)  ( 8.143)  ( 1.663)  ( 5.315)
 Áhrif hlutdeildarfélags103 41 80 98
 Hagnaður fyrir tekjuskatt24.317 20.583 20.394 24.671
 Tekjuskattur ( 4.846)  ( 4.112)  ( 4.067)  ( 4.918)
 Hagnaður19.471 16.471 16.327 19.753
         
         
Fjárhæðir eru í þús. USD30.6.2022 31.12.2021 31.12.2020 31.12.2019
Efnahagsreikningur       
 Fastafjármunir967.018 963.536 858.575 799.596
 Veltufjármunir64.113 56.640 52.863 52.711
 Eignir samtals1.031.131 1.020.176 911.438 852.307
         
 Eigið fé467.334 470.557 404.848 391.311
 Langtímaskuldir472.154 478.002 439.828 353.511
 Skammtímaskuldir91.643 71.617 66.762 107.485
 Eigið fé og skuldir samtals1.031.131 1.020.176 911.438 852.307
         
         
Fjárhæðir eru í þús. USD1.1.-30.6.2022 1.1.-30.6.2021 1.1.-30.6.2020 1.1.-30.6.2019
Sjóðstreymi       
 Handbært fé frá rekstri41.843 36.902 25.531 37.490
 Fjárfestingahreyfingar ( 20.155)  ( 44.522)  ( 29.284)  ( 13.329)
 Fjármögnunarhreyfingar ( 18.412) 19.330 15.377  ( 18.537)
 Áhrif gengisbreytinga414  ( 90)  ( 1.230)  ( 891)
 Handbært fé í ársbyrjun25.224 25.766 30.973 38.779
 Handbært fé í lok tímabils28.914 37.386 41.367 43.512
         
         
Fjárhæðir eru í þús. USD       
Helstu kennitölur       
  1.1.-30.6.2022 1.1.-30.6.2021 1.1.-30.6.2020 1.1.-30.6.2019
         
 EBITDA49.312 43.719 36.682 44.643
         
  30.6.2022 31.12.2021 31.12.2020 31.12.2019
         
 Eiginfjárhlutfall45,3% 46,1% 44,4% 45,9%

 

Um Landsnet

Landsnet tók til starfa árið 2005 og ber ábyrgð á flutningskerfi raforkunnar, einum af mikilvægustu innviðum samfélagsins. Hlutverk félagsins er að annast flutning raforku á Íslandi, uppbyggingu flutningskerfisins og stjórnun raforkukerfisins. 
 

[1] Til viðmiðunar eru sýndar íslenskar krónur, notast var við meðaltal miðgengis Seðlabanka USD/ISK 129,33 fyrir rekstrartölur en lokagengi miðgengis Seðlabanka þann 30. júní USD/ISK 133,72 fyrir efnahagstölur.

Aftur í allar fréttir