Framkvæmd

Nú er ár liðið frá innrás Rússa í Úkraínu og hafa íbúar búið við stöðugar árásir á orkuinnviði í landinu með tilheyrandi rafmagnsleysi, orkuskömmtun og myrkvunum heilu borganna. 

Mikil vinna stendur yfir til að endurreisa flutnings- og dreifikerfi raforku í landinu og hafa Landsnet, RARIK, Veitur, Norðurorka og HS Veitur tekið sig saman og sent til Úkraínu ýmsan búnað sem mun nýtast til uppbyggingar á raforkukerfinu.

Við hjá Landsneti héldum utan um verkefnið hér heima í góðu samstarfi við dreifi- og veitufyrirtækin og utanríkisráðuneytið sem átti frumkvæði af því að við legðum okkar af mörkum þegar kæmi að uppbyggingu á  löskuðum raforkuinnviðum Úkraínu.

„Við tókum m.a. sama varahluti sem vöntun er á í Úkraínu, búnað eins og rofa, varnarbúnað, spenna, varaafl og bíla sem hægt er að nota til viðgerða.  Við hjá Landsneti erum stolt yfir að geta lagt eitthvað af mörkum til að byggja upp raforkuinnviði landsins og vonumst til að sendingin komi að góðum notum og veiti íbúum í landinu ljós“ segir Halldór Halldórsson öryggisstjóri Landsnets.

Aftur í allar fréttir