Spennarnir verða geymdir á spennagrifju Landsnets á Geithálsi og verða frágengnir með þeim hætti að flutningur á verkstað taki sem styðstan tíma.
Spennarnir voru framleiddir af fyrirtækinu BEST frá Balikesir í Tyrklandi og fluttir af þeim til landsins. Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar spennarnir eru hífðir upp úr skipinu Kurkse frá Eistlandi í Sundahöfn.