Framtíðin er ljós - Ársskýrsla 2022
Þegar við horfum til baka til ársins 2022 stendur upp úr allt það frábæra fólk sem vinnur hjá Landsneti, verkefni sem hafa skilað okkur skrefum nær orkuskiptum og umhverfi sem er að breytast mjög hratt. Það kallar á nýja nálgun og nýjar leiðir. Því fylgir mikil ábyrgð að reka flutningskerfi raforku, hvort sem snýr að afhendingaröryggi, náttúru eða hagkvæmri nýtingu fjármuna og við hjá Landsneti erum tilbúin að axla þá ábyrgð. Fram undan eru spennandi tímar og er því mjög ánægjulegt að ársskýrslan okkar sýni styrk fyrirtækisins og getu til að takast á við framtíðina með nýjum eigendum. Í breytingum liggja tækifærin og saman erum við í stakk búin til að mæta áskorunum framtíðarinnar sem í okkar huga er ljós.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets
Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður