Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 801 mkr. fyrir árið 2012 samanborið við hagnað að fjárhæð 840 mkr. á árinu 2011. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 7.773 mkr. samanborið 8.007 mkr. á fyrra ári og lækkar því um 234 mkr. á milli ára. Rekstrarniðurstaða ársins er betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.

Hrein fjármagnsgjöld nema samtals 4.339 mkr. á árinu 2012 á móti 4.396 mkr. á árinu 2011. Ekki eru miklar breytingar á milli ára í fjármagnsliðum en þeir lækka um 57 mkr. eða 1,3%.

Eiginfjárhlutfall í árslok var 17,7% samanborið við 16,7% í lok fyrra árs. Eigið fé í árslok nam 13.263 mkr. samanborið við 12.462 í lok árs 2011. Heildareignir félagsins í árslok námu 74.873 mkr. samanborið við 74.679 mkr. í lok fyrra árs. Heildarskuldir námu 61.610 mkr. samanborið við 62.217 mkr. í lok fyrra árs.

Lausafjárstaða félagsins er sterk, í árslok nam handbært fé 10.310 mkr. Handbært fé frá rekstri nam 5.808 mkr. árið 2012 samanborið við 6.279 mkr. árið 2011.

Rekstrarhæfi félagsins er mjög gott. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 mun handbært fé standa undir fjárfestingum og afborgunum lána.

Ársreikningur Landsnets hf. var samþykktur á fundi stjórnar 14. febrúar 2013.

Frekari upplýsingar veitir:
Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála, sími 563 9311 eða netfang gudlaugs@landsnet.is.

Helstu niðurstöður rekstrarreiknings, lykiltölur efnahagsreiknings og kennitölur (fjárhæðir eru í þúsundum króna) Tafla.pdf

Hlutverk Landsnets er að annast flutning raforku á Íslandi, uppbyggingu flutningskerfisins og stjórnun raforkukerfisins.  

 

 

 

Aftur í allar fréttir