Þann 1. nóvember voru gerðar breytingar á flutningsgjaldskrá vegna flutningstapa.
Gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa endurspeglar innkaupsverð raforku hverju sinni. Innkaupsverð Landsnets á flutningstöpum er mismunandi milli ársfjórðunga þar sem raforkuverð sveiflast eftir árstíðum.
Orka vegna viðbótarflutningstapa verður keypt á næstadagsmarkaði fyrir tímabilið október – desember 2025 og er kostnaður vegna þeirra áætlaður.
Í kjölfarið hefur gjaldskrá vegna flutningstapa verið endurskoðuð fyrir fjórða ársfjórðung 2025 til að endurspegla breytingar á kostnaði vegna flutningstapa fyrir umrætt tímabil.
Að þessum forsendum gefnum hefur verið tekin ákvörðun um að breyta gjaldskrá vegna flutningstapa frá og með 1. nóvember 2025. Gjaldskrá vegna flutningstapa lækkar um 21,4% og verður 130,17 kr. á MWst.
Aðrir gjaldskrárliðir munu haldast óbreyttir.
1. Gjaldskrá Landsnets nr.59 - gildir frá 1. nóvember 2025.pdf