Undirbúningur að lagningu Þorlákshafnarlínu 2


10.10.2025

Framkvæmd

Við vinnum nú að undirbúningi lagningar jarðstrengs milli Hveragerðis og Þorlákshafnar. Verkefnið er hluti af áframhaldandi uppbyggingu flutningskerfis raforku á Suðurlandi og miðar að því að styrkja afhendingaröryggi og bæta rekstraröryggi raforkukerfisins á svæðinu.

Til að gera ráð fyrir framkvæmdinni verður gerð breyting á aðalskipulagi Ölfuss, en innan Hveragerðisbæjar verður línan tilgreind í endurskoðuðu aðalskipulagi bæjarins.

Skipulagstillögur beggja sveitarfélaga verða auglýstar opinberlega á næstu vikum.

Kynningarfundur í Þorlákshöfn

Til að kynna verkefnið fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum stöndum við fyrir kynningarfundi miðvikudaginn 15. október kl. 18:00 í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn.

Á fundinum munu fulltrúar okkar og ráðgjafar verkefnisins kynna helstu þætti þess og ræða við fundargesti um næstu skref í undirbúningi, þar á meðal samtöl við landeigendur.
Einnig verða fulltrúar Vegagerðarinnar á staðnum til að svara spurningum um fyrirhugaðar endurbætur á Þorlákshafnarvegi. Samhliða þeirri framkvæmd gerir Sveitarfélagið Ölfus ráð fyrir nýjum göngu- og hjólastíg meðfram veginum.

Samvinna og sátt

Við leggjum áherslu á að verkefnið verði unnið í nánu samráði við íbúa og hagsmunaaðila og að framkvæmdir fari fram í góðri sátt við samfélagið.
Með kynningarfundinum viljum við skapa vettvang fyrir opna umræðu og gagnkvæmt upplýsingaflæði um næstu skref í verkefninu.

 

Aftur í allar fréttir