Viljayfirlýsing um eflingu raforkukerfis á Norðausturlandi


06.11.2025

Framkvæmd

Í dag var skrifað undir viljayfirlýsingu milli Landsnets, Rarik og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um aðgerðir til að styrkja raforkukerfið á Norðausturlandi.

Við hjá Landsneti munum hraða uppbyggingu nýs tengivirkis á Bakka við Húsavík, sem mun bæta afhendingaröryggi, stuðla að tvítengingu Húsavíkur og skapa forsendur fyrir nýja atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Þetta er mikilvægt skref í átt að öruggara og öflugra raforkukerfi fyrir landsbyggðina þar sem samstarf stjórnvalda, Landsnets og Rarik skiptir lykilmáli.

Fram undan eru enn stærri áform m.a. undirbúningur 132 kV flutningslínu að Langanesi, sem verður hluti af langtímauppbyggingu svæðisins. 

Við hjá Landsneti erum stolt af því að taka þátt í þessari uppbyggingu. 

Ragna Arnadottir, forstjóri Landsnets:

„Raforkumál á Norðausturlandi hafa verið lengi til skoðunar og umræðu. Það er mjög gott að nú sé komin niðurstaða í þessu mikilvæga máli í samvinnu stjórnvalda, Landsnets og Rarik. Lausnin sem unnið verður að felur í sér aukið afhendingaröryggi á svæðinu og auk þess fjölmörg tækifæri til uppbyggingar, svæðinu og landinu öllu til heilla.“

Nánar um málið á vef stjórnarráðsins.

Aftur í allar fréttir